laugardagur, 2. janúar 2010

Tíð

Labbaði í gær í mjúkri birtu nýársdags, að gamla vinnustaðnum í Skógarhlíðinni. Rýndi inn um glugga á tómt rými fyrrum skrifstofu. Kyrrð í lofti og fátt sem sat eftir. Það er fortíðin.

Mætti fyrir allar aldir á núverandi vinnustað ásamt galvöskum vinnufélögum til að leggja lokahönd á undirbúning útsölu. Útsölu sem hófst á slaginu ellefu og iðaði af lífi í allann dag. Það er nútíðin.

Á morgun er á morgun. Og ég hlakka til. Það er framtíðin.

Engin ummæli: