mánudagur, 11. janúar 2010

Illt skeytingarleysi

Staðin upp úr sófanum. Get bara ekki horft einu sinni enn á þessa klippu þar sem lifandi fugl er fláður lifandi. Og jafnvel saumaður lifandi eftir plokk-þörfum. Get ekki skilið hvað í heilanum segir manneskju það sé í lagi að meiða lifandi dýr. Hef ímugust á illri meðferð í garð dýra.
Myndarlegi maðurinn hefur greinilega líka fengið nóg. Hann er farinn niður í þvottahús með bleiku inniskóna mína. Það hefur ekki verið gerð heimildarmynd um það safn af táfýlu sem loðað getur við kafloðna inniskó, en frekar kýs ég fýluna í gervinu en plokkaðan dún af lifandi fugli. Ojbarastann!

Engin ummæli: