Þegar ég var við það að byrja í Söngskóla Reykjavíkur, sagði bróðir minn mér að söngtími væri á við þerapíu. Ég er honum hjartanlega sammála. Ekki gott að útskýra það, maður er bara einhvað svo glaður eftir smá áreynslu á þindina og raddböndin.
Ég finn enga eirð í mér til að hafa áhyggjur af kreppunni. Mæli bara með söng.
5 ummæli:
...eða að gera handavinnu ég mæli SÉRSTAKLEGA MIKIÐ með því, var rétt í þessu að klára smá bútasaum (tvo dúka sem eiga að fara í brauðkörfuna hjá mér) og er núna að fara að setjast niður við prjónana er með ektamanninn í heimilisstörfunum rétti honum bráðum ryksuguna og skúringakústinn... kossar og knús B.
Söngur,göngutúrar og handavinnan bjarga örugglega margri geðheilsunni. Gling, gling gló og allt verður gott á ný. Hér myndi ég setja broskall ef ég gæti fundið hann, ha,ha.
Ah, hvað ég væri til í að setjast einhvers staðar niður og syngja smá. Kannski ég bara syngi dálítið fyrir sjálfa mig hérna meðan ég pæli í fræðihugtökum. Kristín í París.
Söngur hefur löngum verið allra meina bót, sérstaklega á þessum síðustu og verstu : )
kv
Guðbjörg O.
Ég held við séum bara komin með kór: )
Skrifa ummæli