föstudagur, 17. október 2008

fés-bar

Fékk fés-póst frá gaur sem ég þekkti þarna einhverntímann í fyrndinni, er við vorum saman í Undirheimanefnd. Hann líkir fésinu og öllum “vinskapnum” þar við það að fara á barinn. Mér finnst það fyndið og jafnvel nokkuð til í því hjá honum. Nema hvað maður er oftar edrú á fésinu heldur en á barnum.

3 ummæli:

G. Pétur sagði...

Maður má fá sér rauðvín á fésinu.

Frú Sigurbjörg sagði...

Jáhts - annars léti ég ekki sjá mig þarna!

G. Pétur sagði...

Nei auðvitað ekki, ég hefði getað sagt mér það sjálfur.