miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Trú

Naut þeirrar skemmtilegu stundar að vera viðstödd brúðkaup vina minna sl. föstudag í Freyvangi. Ég var doldið spennt þar sem athöfnin var að ásatrúasið, en fram að því hafði ég einungis verið viðstödd hin hefðbundnu kirkjubrúðkaup innan þjóðkirkjunnar. Athöfnin var indæl, stutt, hnitmiðuð og laus við alla helgislepju. Mér þótti sérstaklega gaman að brúðhjónin þurftu, hvort fyrir sig, að lýsa því yfir að þau gerðu sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem hjónabandi fylgir.

Þó ég sjálf standi utan trúfélaga og haldi mig við þá ákvörðun að gifta mig aldrei, hef ég fulla trú á þessum flónakornum.

3 ummæli:

Urdur sagði...

Já, þetta eru ansi fínar athafnir, finnst mér. Og það er aman að heyra að þú hefur trú á okkur. Það höfum við nebblilega líka:)
Og kærar þakkir aftur fyrir komuna og fyrir okkur.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þið voruð svo sæt og fín og það var svo gaman - þúsund þakkir aftur fyrir okkur! Ertu ekki örugglega búin að skoða fínu myndirnar sem Pétur tók á flikkinu mínu? : )

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gaman að kynnast einhverju nýju og nýjum siðum. Þau taka sig vel út á myndinni brúðhjónin.