laugardagur, 23. ágúst 2008

Sultu-tau

Hjásvæfan fól mér ábyrgðarmikið hlutverk eitt kvöldið í nýliðinni viku. Fyrr um daginn hafði hann beðið drengina um að tína rifsberin úr garðinum. Hann stóð svo sjálfur yfir pottunum og mallaði sultu. Mér setti hann fyrir að skrifa: rifs 2008 á nokkra límmiða. Ég tók ágætlega í það en komst hins vegar fljótt að því, það er bara ekki vinnandi vegur að skrifa mikið rifs 2008 vegna einskærra leiðinda og ótilbreytingar. Ég axlaði þó rúmlega hálfa ábyrgð og skrifaði á límmiða fyrir allar sultukrukkurnar með réttri árgerð.
Ég var afskaplega glöð þegar mér tókst að tala indæla manninn á að búa til eins og eina krukku af Campari-sultu. Mig hlakkar líka afskaplega til að smakka hana, má maður ekki annars alveg borða Campari-sultu í morgunmat? Eða þýðir þetta rómantískan málsverð við kertaljós sem samanstendur af ristuðu brauði með osti, campari-sultu og rauðvín með...


Mér þykir annars sultu-tau afskaplega fallegt orð.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég myndi nú frekar velja rómantíska kvöldið með nýju sultunni, ostum og Rauðvíni.

Rosalega er þetta myndarlegur maður sem þú átt. Það eru sko ekki allir sem bregða sér í þann gírinn að standa yfir sultugerð með slíkum sóma. Sá á skilið gott knús.
Kær kveðja,

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Ragna fyrir falleg orð um hann Pétur, hann er sannarlega myndarlegur jafnt að innan sem utan. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði svona gott til að verðskulda hann, en ég ætla að njóta þess að knúsa hann oft og lengi: )