Komst að því í Vestmannaeyjum um helgina að ég get enn hoppað úr rólu, þó ég sé komin á mikinn hraða. Datt að vísu í fyrsta hoppinu, en eina sem gerðist var að ég fékk þessa líka fagurgrænu grasgrænku á hnéin, sem fór mér bara doldið vel. Var í góðum félagsskap hjásvæfunnar, foreldra minna, systra og fylgifiska þeirra. Mamma Vestmannaeyingur var með heitt á könnunni alla helgina ásamt ógrynni af heimabökuðum skonsum og flatkökum. Frú Sigríður hefði reyndar getað haldið mannskapnum uppi á mat ef út í það er farið. Mér þykir alltaf gaman að fara til Eyja og þessi ferð var engin undantekning; siglingin skemmtileg, ræningjaflöt á sínum stað, sundlaugin í hæfilega stuttu göngufæri frá tjaldsvæðinu, hefðbundið al-íslenskt rok til að ýfa á manni hárið og ánægjuleg samvera með fjölskyldu-limum á öllum aldri.
Eftir þó nokkuð af útilegum í sumar vorum við kæró búin að ákveða að þessi yrði sú síðasta – í sumar þ.e.a.s. Mér varð þó um og ó er ég uppgvötaði í gærkveldi að ekki bara er enn doldið eftir af sumrinu, ég er líka komin með heljar-ábyrgðarstöðu í tjaldferlinu sem ég þyrfti jafnvel að æfa aðeins betur – ég stakk því upp á að tjalda út í garði um næstu helgi og enda tjaldævintýri ársins þannig. Það væri allavega stutt á kósettið.
12 ummæli:
OO en gaman hjá þér og ykkur í Vestmannaeyjum... og með síðustu tjald útileguna í garðinum ... Þú ert svoo sniðug.. :)
Knús á þig og þína
Túttan í Álversbæ
Jásko - veit ekki alveg hvort ég er búin að selja hjásvæfunni hugmyndina um garðútilegu með börnunum næstu helgi - mér finnst hún samt frábær: )
Alltaf gaman að fá ný kvitt:) takk fyrir það og mér finnst þú meira en lítið kúl að geta enn hoppað úr rólu. Ég gerði það um daginn með minn litla og munaði litlu að ég hefði kastað honum vegs allrar veraldar þegar ég reyndi að lenda virðulega. Ergo:aldrei hoppa úr rólu með 15 mán barn í fanginu:)
verðum þá að nota stóra tjaldið
Jei - stóra tjaldið! Ég skal koma með marsmellóana sem ég á frá í hitteð fyrra, við getum hitað þá yfir báli í garðinum þínum: )
Svanfríður, þú ert fyndin: ) Ég lofa að hoppa bara með sjálfa mig.
Nóg til af dóti til að kveðkja í :-)
Kveikja sko.
En svo á eftir að úthluta ábyrgðarstörfum fyrir stóra tjaldið.
Eru ekki örugglega líka tjaldhælar fyrir stóra tjaldið?
Ég er annars alveg til í að prófa þetta kveðkja - gæti verið gaman:Þ
Já það er mikið stuð að kveðjka skal ég segja þér. Það eru tjaldhælar en svo eru þrjár súlur, segi og skrifa þrjár. Helduru að þú ráðir við það?
PIFF - auðvita ræð ég við það!
Ég sé um eina - Matti sér um eina - Hjalti sér um eina - málið er dautt; )
Vá hvað þú ert töff að stökkva úr rólunni. Mér finnst ofsalega gaman að róla, en að stökkva nei, það eru sko áratugir síðan maður sýndi slík tilþrif.
Svo er það tjaldið í garðinum.
Er ekki einmitt flott að nota menningarnóttina til slíkra hátíðahalda. Fátt menningarlegra.
Kær kveðja,
Ekki bara væri það svakalega menningarlegt að tjalda í garðinum á mennngarnótt, nú hefur forsetinn sjálfur hvatt til jah, þjóðhátíðar vegna glæsilegs sigurs handbolatliðsins okkar. Ég bara sé ekki annað en tjaldið verði að fara upp um helgina!
Það er geggjað gaman að hoppa úr rólu - vonandi þori ég því sem lengst: )
Skrifa ummæli