Ég hef aldrei verið blómamanneskja. Afskorin blóm gleðja mig reyndar, en þeim get ég líka hent án nokkurar samvisku þegar ljóminn er af þeim farinn. Eina blómið sem mér hefur nokkurri sinni tekist að viðhalda lífi í, var Jukka sem kom frá ömmu minni. Veit það núna að ástæðan er einfaldlega sú maður þarf ekkert mikið að vökva hana. Það fer mér ekkert sérstaklega vel að verða að sinna e-u af skyldurækni, eins og td. að vökva blóm, umpotta og stússast í að halda því við. Það hentar mér td. afskaplega vel að eiga kött en ekki hund, þó mér þyki reyndar jafn gaman af báðum dýrum.
Ég hef þó haft gaman af því að vökva og sturta basilíkuna mína í sumar. Þegar ég loks kom heim frá ferðalagi mínu til útlanda og helgarferð norður í land, var aumingjans eyðimerkurbasilíkan mín ekki bara jafn aumingjaleg og áður en ég fór, blöðin voru líka mörg hver orðin svört af vanrækslu. Ég ákvað þó að fleygja henni ekki heldur hugsa hlýlega til hennar, ásamt því að sjálfsögðu að vökva – ég er langt í frá e-r galdrakerling sem nægir að hugsa bara um hlutina. Ég veit ekki alveg af hverju hún braggast svona ágætlega hjá mér, en ég skammast mín ekkert fyrir að blogga það upphátt að mér þykir bara doldið vænt um hana. Ástæðan fyrir væntumþykjunni gæti þó verið sú að basilíka er uppáhalds kryddjurtin mín; ilmar yndislega, bragðast yndislega og tekur sig bara nokkuð vel út í eldhúsinu mínu.
4 ummæli:
Halló, gaman að þú skyldir kíkja inn á síðuna okkar ;)
Kannast við þetta með blessuð blómin, þau virðast aldrei getað lifað lengi hjá mér, á reyndar eina stóra rós, sem að ég fékk hjá ömmu, frá Stínu frænku í Krossholti og hún lifir sko bara enn, það er líka svo auðvelt að sjá hvenar það þarf að vökva henni, þá lafir hún nefnilega niður ;/
Bestu kveðjur að norðan, Inga Linda og Svava Rán sem er spennt að fá að skrifa en nær bara ekki alveg í takkana ;)
Hurrðu honý,
við eigum semsagt við þetta sama problem að stríða..
Ég einmitt á erfitt með að halda blómaræflum á lífi og mamma gaf mér einu sinni blóm, þegar ég flutti í nýja íbúð fyrir 10 árum. Sko blóm sem hún var búin að eiga í 18 ár og eitthvað svona baðblóm sem dafnaði best inn á baði í rakanum.. Til að gera langa sögu stutta að þá dó blómið á 10 degi.. og mamma fór í fýlu í alveg 2 vikur eftir það.. ;/
EN í dag á ég bara 1 blóm sem heiti Tippalyngur ( svipað og jukka) það fékk ég gefins frá Fáskrúðsfirðingum sem voru í Boot Camp hjá mér.. En það þarf lítið að hugsa tippalynginn og það fyrirkomulag hentar öllum best og sér í lagi Túttunni.. :)
En basilikan þín er gómsæt og girnileg :)
Skál í boðinu.. :)
Leynast þá grænir fingur undir rauðum lúffum?
Sælar frænkur, en gaman að sjá ykkur hér: )
Jóga mín, ertu ekki bara upptekin af öðrum typpaling en þessum? ; Þ
Pétur, ég vökva aldrei basilíkuna án þess að setja lúffurnar á mig fyrst; )
Skrifa ummæli