Horfi út á ísilagt vatnið. Fjöllin ber við gráhvít skýin, teiknuð af snjó niður í móbrúnar hlíðar. Trén standa bísperrt með naktar greinar, laufin liggja grafkjur og hlýðin á jörðinni. Dansinum er lokið.
Inni fyrir stagla skötuhjú við frönsk orð, spá í spurnarfornöfn, beygja sagnir, feta sig áfram við setningagerðir, hlusta á franskan orðaflaum. 
Á stund milli stríða þeysast persónur á milli heima í tíma og rúmi orða á bók. 
Orð dagsins er kyrrð.
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli