fimmtudagur, 18. júlí 2013

Strandir horna á milli

 Klifum skörð og fjöll. Inn víkur og firði. Örkuðum snjó og grjót. Óðum ár og ós. Tipluðum fjörur og mosa. Heilsuðum selum og fuglum. Glöddumst barnslega af refum og hnýsum.

Eftir 7 dásamlega daga á Hornströndum skipti ég gönguskónum út fyrir rauða hæla og þáði miðdegisverð hjá franska sendiherranum. Skáluðum fyrir Bastilludeginum, afmælisbarni og ástinni


Í vinnunni blasir þetta við mér á hverjum degi


Nokkuð til í því.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Keypti mér rauða pæjuskó, set mynd af dýrðinni á næsta blogg. Skiltið a tarna segir allt sem segja þarf með kærri í bæinn frá okkur Bróa.