fimmtudagur, 9. maí 2013

Tíminn líður, trúðu mér

Á síðasta degi aprílmánaðar fórum við skötuhjúin og hlýddum á Fóstbræður þenja raddböndin. Mér til sérstakrar ánægju fluttu þeir þetta gamla þjóðkvæði;


"Tíminn líður trúðu mér
taktu maður vara á þér
heimurinn er sem hála gler
hugsað´um hvað á eftir fer"

Síðustu tvær vísurnar þekki ég vel. Man eftir sjáfri mér í fanginu á ömmu sem strauk mér um eyrun, ruggaði mér og söng;

"Það á að strýkja strákaling,
stinga honum oní kolabing,
loka hann út í landsynning
og láta hann hlaupa allt um kring.

Það á að strýkja stelpuna,
stinga henni oní mykjuna,
loka hana úti og lemja hana
og láta hann Bola kremja hana."

4 ummæli:

ella sagði...

Já þetta voru skemmtilegir tónleikar, mér var boðið á þá fyrstu. Hefði verið sniðugt að vera sama kvöldið og hitta þig.

Ragna sagði...

Gaman að rifja upp þessar gömlu vísur.

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar vísur og flott lag. Kom, hringdi en enginn heima. Gengur betur næst með bestu kveðjum frá okkur Bróa.

Frú Sigurbjörg sagði...

Mikið sem það hefði verið gaman að rekast á þig á þessum tónleikum Ella!
Og mikið hefði verið gaman að hitta ykkur stöllurnar á kaffihúsinu í bloggvinahitting, gengur betur næst :-)