þriðjudagur, 4. september 2012

Haus á káli er blóm

Vorum orðin úrkula vonar um að fá nokkurt blómkál í nýja matjurtagarðinn. Höfðum tekið eftir sniglum sem snigluðust í garðinum fyrr í sumar og töldum okkur trú um, í afar svörtu svartsýniskasti, að óværan sem sumir vilja helst leggja sér til munns með hvítlauk, hefði haft okkur, og blómkálið, undir. Vorum því kampakát er við uppgvötuðum að tveir blómkálshausar höfðu sprottið upp, annar með miklum vaxtakippum og skiljum við nú loks af hverju blómkál heitir BLÓMkál



Sá ofvaxni var saxaður í ljúffenga kartöflublómkálssúpu sem við höfðum áður prófað og vissum að var góð. Fyrir hinn hausinn setti ég undir mig hausinn og lagðist í uppskriftaflettingar. Útkoman varð þessi baka


Blómkálið aftur í kartöflufylgd ásamt papriku, beikoni, Camembert, eggjum og mjólk.


Nú hefur þriðja blómkálið rekið upp hausinn og bíður eftir að komast inn í eldhús til okkar. Lumar e-r lesandi hér á girnilegri blómkálsuppskrift sem ekki krefst kartöflu?

4 ummæli:

Urdur sagði...

Ég er reyndar ekki búin að prófa þessa uppskrift ennþá, en mér finnst hún hljóma ofsalega vel: http://www.epicurious.com/recipes/food/views/Whole-Roasted-Cauliflower-with-Olive-Oil-and-Capers-236377

Nafnlaus sagði...

Fjandakornið mín kæra, það er varla hægt að hafa þetta girnilegra með kærri frá okkur Bróa.

Ragna sagði...

Rosalega er þetta girnilegt, fæ sko vatn í munninn. Hefurðu prufað að hafa sætar kart0öflur í stað venjulegra?

Frú Sigurbjörg sagði...

Ekki prófað sæta í stað venjulegra og líst mjög vel á þessa uppskrift Urður, takk.