miðvikudagur, 1. febrúar 2012

1/2 ´12

Meiri stælarnir að gefa upp magn af smjöri í dl í kökuuppskrift í blaði. Smámunasemi í frúnni? Já, líklega. Glöð samt því afraksturinn er hin álitlegasta súkkulaðikaka. Glöð líka því mánuðurinn minn er loksins kominn og krúttlegi kallinn minn löngu byrjaður að velta því fyrir sér hvað hann eigi að gefa mér í afmælisgjöf.

Afmæli.

Elska að eiga afmæli. Næstum jafn mikið og ég elska að eiga mann sem lætur mér líða eins og allir dagar séu afmælisdagar. Er nokkur furða að frúin baki köku úr súkkulaði og smjéri á þriðjudagskveldi og bæti nokkrum berjum í?

Hvað skyldi ég annars fá í afmælisgjöf?

3 ummæli:

Íris sagði...

Kakan hljómar vel :) og að mæla smjör í dl finnst mér nú bara rugl. Viss um að þú færð eitthvað geggjað í afmælisgjöf.

Ragna sagði...

Njóttu vel Katla mín - ÞÚ ERT LUKKUNNAR PAMFÍLL.

Varðandi smjörið í kökuna. Átti þetta að vera bráðið smjör? það er yfirleitt mælt í desilítrum eða bollum, en annað er auðvitað rugl.

Frú Sigurbjörg sagði...

Smjörið skyldi bræðast ásamt súkkulaði í heitu vatnsbaði. Áður en ég bræddi það var það að sjálfsögðu bara harður klumpur og fyrir rata eins og mig var ekki svo gott að sjá út hversu mikið magn af hörðum klumpi væri ákveðinn dlfjöldi. En kakan bragðast vel svo bakarinn varð sáttur : )

Og já Ragna, ÉG ER LUKKUNAR PAMFÍLL : )
Og fæ áreiðanlega geggjaðan afmælisdag Íris : )