Svo sá ég hann
Hann virtist skelkaðri en ég af þessu eina auga að dæma. Eða hvað...
Kallinn í borðinu hlýtur að hafa fylgst með lengi. Ætli hann hafi vitað það sem aðrir ekki áttuðu sig á? Ætli hann horfist alltaf í einu auga á það sem aðrir forðast að sjá? Þýðir þetta að lúna, ljóta borðið er allt í einu komið með karakter? Og hvað er eiginlega málið með það að allt geti e-n haft karakter, svo gott sem sama hvað það er? Er rosalegur karakter í manninum?
Og hvenær í ósköpunum ætli ég hætti að vakna á Tyrklandstíma?
3 ummæli:
þessi skelkaði karl þarf nú að fá nafn, er hann ekki ágætis félagsskapur svona þegar þú vaknar á Tyrklandstíma?
Rosalega er þetta frábært.
Já, hann er skemmtilegur þessi og verðskuldar hugsanlega heiti, e-r tillögur?
Skrifa ummæli