mánudagur, 5. júlí 2010

Killers

Fórum í bíó í kvöld. Ég átti boðsmiða fyrir einn sem var orðinn ársgamall og fannst tími til kominn að nota hann. Lét framan af fingri til að kaupa miða handa myndarlega manninum svo hann kæmist með mér. 10 mín fyrir sýningartíma var byrjað að rúlla auglýsingum. Og þær rúlluðu. Og rúlluðu. Til tuttugu mín yfir sýningartíma. Hálftíma-auglýsingapakki á uppsprengdu verði. Og hvenær hætti stór popp að vera stór popp?!

Ræman var reyndar ágæt. Tom Selleck var í henni; einn örfárra manna sem komast upp með yfirvaraskegg. Mér líður öngvu að síður eins og ég hafi verið höfð að fífli. Bíó-fífli.

Engin ummæli: