fimmtudagur, 11. september 2008

Trú-boð?

Ég hef heyrt margar sögur af ýtnum vottum í dyragættum heimila. Ég hef hins vegar aldrei heyrt talað um Votta sem skilur eftir handskrifað bréf. Þetta beið mín þó í póstkassanum er ég kom heim í gær:




Ég efast um að Gerda viti að ég stend utan trúfélaga og hafi þess vegna ákveðið að skrifa mér bréf. Mig grunar frekar að þar sem nafnið mitt stendur eitt og sér á bjöllu, ýmyndi Gerda sér að þessi eymingjans einstæðingur þrái ekkert frekar, en hlýða orðum biflíunnar í einmannaleika sínum.

Gerda mín/minn, ég vona þú fáir þín sölulaun á himnum. Ég hins vegar er of upptekin við að mæta í skólann og hanga utan um háls hjásvæfunnar, til að sitja heima og bíða eftir þér.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Katla mín ekki nóg með að hún Gerda hanldi að þú sért einmanna einstaklingur heldur VEIT hún að þú ert utan trúfélaga og vill að þú komir í sinn (því hann er bestur!!!) Ég veit vel af reynslu að þetta fólk spæjar um mann og reynir að veiða þegar það heldur að það nái veikum punkti hjá þér en það sem Gerda veit ekki að þetta er vonlaust alla vega hvað okkur systur varðar þó við höfum veika bletti þá svo sannarlega eru það ekki blettir í þessa áttina..... kossar og knús B

G. Pétur sagði...

Bara að gefa henni PPP ef hún hittir á þig heima :-)

Nafnlaus sagði...

Mér kemur nú í hug þegar tveir Mormónar bönkuðu uppá hjá móður minni á dögum kaldastríðsins og buðu henni himnaríki á jörð. Hún spurði um hæl hvort þeir hefðu umboð til þess að bjóða sér slíkt, sér finndist heimurinn nú ekki þesslegur að himnaríki á jörð gæti verið innan seilingar. Þeir urðu all kindarlegir á svipinn og sögðu ekkert strax, svo móðir mín notaði tækifærið og lokaði bara dyrunum.
Hún fékk aldrei fleiri Mormóna heimsóknir.
Kær kveðja Katla mín,

Frú Sigurbjörg sagði...

Mér er eiginlega alveg sama hvort það eru vottar eða jakkafataklæddir bankamenn á göngum Kringlunnar; ef ég hef áhuga á að kynna mér aðra/nýja hluti sé ég sjálf um að afla mér upplýsinga. Allur átroðningur er ekki vel séður hjá mér. Amen; )

Nafnlaus sagði...

Veistu að ég er sko alveg saklaus af þessu..
Ég reyndar sit ennþá uppi með 2 stk Votta.. og alveg 5 tölublöð af þeirra blaði..
Og ég benti þeim á fólk sem ég þekki .. en þú varst ekki ein af þeim.. en það var bara af því þú býrð svo laaangt í burtu og þeir vilja bara vera á Austurlandinu.. :)
Knúsíkremju
Túttan