Eftir allt góða yfirlætið í boði hjásvæfunnar, og þá staðreynd að ég mundi ekki lengur hvenær ég hefði síðast eldað, ákvað ég að ganga úr skugga um ég kynni enn þá list að elda eftir uppskrift. Fiskisúpa Eddu systir hennar Rögnu varð fyrir valinu. Rögnu kann ég miklar þakkir fyrir góða hjálp og fiskisúpan, sem er sú fyrsta sem ég hef mallað en þó ekki sú síðasta, var ljúffeng!
Ég ákvað að dekra köttinn í leiðinni með soðnum fisk og smotterís humar. Afslappelsið á eftir var algjört – enda fiskur hollur og góður:
Er annars stokkin heim í upphitaða fiskisúpu og smotterís æfingar, verð að vera vel undir-búin fyrir undir-leikarann í kvöld.
8 ummæli:
Mikið er gott að heyra að allt gekk svona vel - átti svo sem ekki von á öðru. Hugsaði til þín um kvöldmatarleytið í gær.
Kær kveðja,
ohh, góð fiskisúpa er það besta:)
Eins og allar góðar súpur var þessi ekki síðri við upphitun!
Ragna, takk fyrir alla hjálpina og hugulsemina - þú ert einstök!
Ég fer nú bara hjá mér af þessu hóli.
Ég hef bara mjög gaman af að aðstoða þegar til mín er leitað og ég get veitt aðstoð, svo ánægjan er mín.
Kær kveðja,
Þessi mynd er alveg óborganleg, algjör afslöppun. Ég hef smakkað fiskisúpuna hjá Rögnu og veit að hún er alveg frábær.
Kveðjur, Þórunn
Takk fyrir innlitið Þórunn - ávalt velkomin: )
Það er mjög mikilvægt að kunna að slaka á.
Ykkur hjásvæfum mínum felst það vel úr hendi - og þið eruð báðir krútt!
Skrifa ummæli