þriðjudagur, 30. september 2008

Oní-skúffu

Kæró var góður með sig eftir kæró-færsluna og uppástóð ég væri löngu komin með skúffu, þar sem ég stæli sokkum frá honum án þess að blikna.
Sokkastuld hefur fylgt mér lengi; var strax á táningsaldri búin að ákveða með sjálfri mér að ég og pabbi ættum sömu sokkaskúffuna, þ.e.a.s. hans inn í svefnherbergi foreldra minna. Ég er orðin svo sjóuð í sokkastuld að ég er ekki enn þá búin að átta mig á því, hvernig ég fór að því að stela sokkum af Birni mág mínum.
En þar sem ég er ekki lengur táningur heldur orðin að ungling, á ég orðið þó nokkuð safn af mínum eigin herra-sokkum, í minni eiginni skúffu í eigins svefnherbergi.
Það sem kæró í fyrstu virtist ekki átta sig á, en ég benti honum að sjálfsögðu góðfúslega á er, að ég tek sokka ÚR skúffunni hans og set Í mína skúffu. Sem aftur þýðir að kæró-lumman er komin mun lengra en ég í þessu sambandi, og þegar kominn með skúffu í minni ponkuskons sýnishorn af íbúð.

Svona svipað og að telja sig viðskiptavin ónefnds banka, en vakna svo upp við það að vera orðinn einn af mörgum eigendum hans..

10 ummæli:

G. Pétur sagði...

Ef það fara að koma sokkar frá Seðlabankanum eða seðlabankastjórum þá stappa ég nú niður fæti.

Nafnlaus sagði...

já þú ert svo sjóuð í sokkastuld að BGSB saknar ekki sokkapars heldur hluta af pari.... ekki vildi til að þú sért með ósamstæðan sokk hjá þér 'merktan' Birni??? :O) kossar og knús B.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

hahaha-margan manninn þekki ég nú engan sokkaþjóf.

Unknown sagði...

Það er kannski þess vegna sem Hörður fann enga sokka í sokkaskúffunni sinni þegar fór að kólna!! Minnist þess þó ekki að neinn hafi verið í sokku hér síðast þegar þú varst í útlandinu....
Alla vega eru hans sokkar ekki í minni skúffu.. myndi dauðskammast mín ef ég passaði í herrasokkar enda nær barnadeildinni í stærð.
Sú sem meira að segja notar minni sokka en mamma

Nafnlaus sagði...

Ég man bara vel eftir ullarsokkunum og klossunum sem þú varst alltaf í í skólanum..
Hefði passað sokkana mína betur ef ég hefði vitað að þú værir svona alræmd sem sokkaþjófur.. hahahahaha
Knús á þig..

Frú Sigurbjörg sagði...

Pétur minn - hvorum fætinum?
Sokkaparið sem ég stal frá Birni er með hárauðum tám, sem er vafalítið ástæðan fyrir því ég hef eignað mér þá. Þess fyrir utan hlýir og mjúkir og koma sér vel á þessum verstu og síðustu, köldu tímum; )
Svaní - ég mana þig í sokkastuld! Passaðu þig bara að verða ekki húkt á því; D
Magga mín, kannast ekki við sokka frá Herði en hins vegar sakna ég nærbuxna frá ferðinni góðu, ekki eru þær í sokkaskúffunni hans??
Oh, ég sé enn eftir rauðu beljuklossunum mínum! Var annars of upptekin við sælgætisát með þér Jóga mín til að taka eftir því hvort þú værir í stelanlegum sokkum. Ég nota annars ullarsokka allann ársins hring (já, líka í Júlí) en fetishinn við sokkastuldina er herrasokkar, bara svo það sé á hreinu: )

Nafnlaus sagði...

Vildi bara kvitta fyrir innlitið. Þú ert virkilega skemmtilegur penni!
Gangi þér vel með sokkana...

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir innlitið Ástrós - ávalt velkomin: )

Nafnlaus sagði...

Maður verður náttúrulega bara að passa sína hluti sjálfur sérstaklega þegar það er eitthvað rautt. Gaman að lesa bloggið þitt og góða helgi :)
B.kveðjur Guðlaug

Frú Sigurbjörg sagði...

Guðlaug mín, gaman að sjá þig hér! Takk fyrir innlitið - ég passa uppá að eiga alltaf rautt; )