Var spurð í gær hvort ég væri hamingjusöm.
Í stað einfalds jáeðanei-svars svaraði ég fyrir mig með spurningu, sem ég reyndar geri doldið oft og er eiginlega frekar leiðinlegur ávani.
Er hamingja gleði eða er gleði staðgengill hamingju. Er hamingja að vera sáttur við og með sjálfa-nn sig. Er hamingja tilfinning sem aðrir veita manni. Er hamingja að vera glaður með hlutskipti sitt. Er maður hamingjusamari ef maður hugsar ekki svona mikið um hvað nákvæmlega hamingjan snýst.
Hvernig veit maður að maður er hamingjusamur?
8 ummæli:
Ég myndi nú segja að hamingjan væri svona ef við blöndum þessum þáttum saman,sína ögnina af hverjum. Umfram allt tel ég að maður þurfi að vera jákvæður og leyfa hamingjunni að blómstra. Horfa ekki bara á neikvæðu hlutina því þá er maður alltaf óánægður og finnur aldrei hamingjuna.
Kær kveðja,
Ég held ég sé sammála þér Ragna og jákvæðni er hlutur sem hver og einn ætti að temja sér að nota hvern dag. Líka sammála því maður eigi að leyfa sér að vera hamingjusamur og það helst nógu oft og jafnvel upphátt: )
Ein spurning. Fékkstu bréfið frá mér í gær?
Hamingjan ríkir greinilega þegar ekki þarf að spyrja neins um hamingjuna, heldur bara setja punkt við hverja góða hugsun um hana :)
Í mínum huga er gleði þegar vel gengur á einhverjum vígstöðum, þó ekki öllum; ergo, þú ert glaður með eitt en ekki allt. Hamingjan finnst mér vera þegar maður staldrar við og finnur, þó ekki nema í smá tíma, að allt sé eins og það á að vera, allir heilir, allt er eins og smurð vél; ergo; þá er lífið hamingjusamt:)
Ég held að hamingjan sé að þekkja eigin vilja.
Ef maður þarf að spyrja svo margs til að vita hvað er hamingja veit maður þá yfir höfuð hvað hamingja er!!
Öss hvað það er erfitt að vera svona flókinn - er að hugsa um að slá þessu upp í kæruleysi og vera bara hamingjusöm í staðinn; )
Skrifa ummæli