
Í morgun fór ég í sturtu. Þegar ég kom heim eftir vinnu vomaði Birta ámátlega í sturtunni, eina sem ég gat lesið úr því var; ég vil fá sturtuvatn. Að sjálfsögðu varð ég strax við þeirri (óbeinu) beiðni, tók minni sturtuhausinn í mínar hendur og skrúfaði frá, lét heita bununa renna yfir sturtubotninn. Þar sem ég stóð álút og fylgdist með Birtu fylgjast með vatninu sem rann í botninn ákvað ég að skrúfa fyrir. Nema ég snéri of mikið og áður en ég vissi af stóð ég álút undir bununni af stóra sturtuhausnum. Hárið á mér og vinstri handleggurinn á mér (innan í peysunni sem ég var í) varð á örskotsstundu gegndrepa.
Fyrst brá mér, síðan hlóg ég, dátt og innilega. Þurrkaði á mér hausinn í handklæði, klæddi mig úr og fór í náttföt. Legg ekki meira á ykkur.